Fótbolti

Lamptey velur Gana fram yfir England

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tariq Lamptey hefur leikið með yngri landsliðum Englands, en ætlar sér að leika með A-landsliði Gana.
Tariq Lamptey hefur leikið með yngri landsliðum Englands, en ætlar sér að leika með A-landsliði Gana. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Tariq Lamptey, leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni, hefur tekið þá ákvörðun að hann ætli sér að spila fyrir landslið Gana frekar en Englands.

Knattspyrnusamband Gana staðfesti þessa ákvörðun vængbakvarðarins, en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Englands og á meðal annars tvo leiki fyrir U21 árs landslið Englendinga.

Hann hefur hins vegar ákveðið að gefa kost á sér í ganverska landsliðið og er gjaldgengur með því á HM í Katar sem hefst í nóvember. Þar er Gana með Suður-Kóreu, Portúgal og Úrúgvæ í D-riðli.

Lamptey er ekki sá eini sem tók þessa ákvörðun, en knattspyrnusambandið í Gana kynnti fjóra aðra leikmenn til leiks í morgun. Það eru þeir Inaki Williams, leikmaður Athletic Bilbao, Patric Pfeiffer, leikmaður SV Darmstadt 98 og Ransford Yeboah Stephan og Ambrosius, leikmenn Hamburger SV,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×