Knattspyrnusamband Gana staðfesti þessa ákvörðun vængbakvarðarins, en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Englands og á meðal annars tvo leiki fyrir U21 árs landslið Englendinga.
Hann hefur hins vegar ákveðið að gefa kost á sér í ganverska landsliðið og er gjaldgengur með því á HM í Katar sem hefst í nóvember. Þar er Gana með Suður-Kóreu, Portúgal og Úrúgvæ í D-riðli.
Lamptey er ekki sá eini sem tók þessa ákvörðun, en knattspyrnusambandið í Gana kynnti fjóra aðra leikmenn til leiks í morgun. Það eru þeir Inaki Williams, leikmaður Athletic Bilbao, Patric Pfeiffer, leikmaður SV Darmstadt 98 og Ransford Yeboah Stephan og Ambrosius, leikmenn Hamburger SV,
🚨 The GFA is delighted to announce that Inaki Williams, Tariq Lamptey, Stephan Ambrosius, Ransford Yeboah and Patric Pfeiffer are now available for selection by the @GhanaBlackstars Technical Team https://t.co/94KdLlrFFL
— Ghana Football Association (@ghanafaofficial) July 6, 2022