Fótbolti

Guð­mundur Andri og Kaj Leo í skammar­króknum í tvo leiki

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðmundur Andri Tryggvason þarf að horfa á næstu tvo leiki Vals úr stúkunni. 
Guðmundur Andri Tryggvason þarf að horfa á næstu tvo leiki Vals úr stúkunni.  Vísir/Hulda Margrét

Guðmund­ur Andri Tryggva­son, leikmaður Vals, og Skagamaðurinn Kaj Leo i Bartals­stovu voru í dag úrskurðaðir í tveggja leikja bann af aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ.

Leikmönnunum var báðum vísað af velli með rauðu spjaldi í leikjum með liðum sínum í Bestu deildinni.

Guðmund­ur Andri slæmdi hendi í and­lit Kristians Jajalo, markv­arðar KA, og Kaj Leo stjakaði við Leiknismanninum Birgi Baldvinssyni. 

Fel­ix Örn Friðriks­son og Sig­urður Arn­ar Magnús­son, varnarmenn ÍBV, Kennie Chopart, bakvörður KR-inga, Maciej Mak­uszewski úr Leikni, Hauk­ur Páll Sig­urðsson, fyrirliði Vals og Vík­ing­ur­inn Júlí­us Magnússon eru svo komnir í eins leiks bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×