Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 13:40 Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Aðsend Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs. Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs.
Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11