Innlent

Sjálf­stæðis­flokkur og Fram­sókn bættu við sig eftir endur­talningu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tvö atkvæði sem áður höfðu verið talin sem ógild féllu B- og D- listum í skaut eftir endurtalningu.
Tvö atkvæði sem áður höfðu verið talin sem ógild féllu B- og D- listum í skaut eftir endurtalningu. Getty

Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Við endurtalningu komu up tvö frávik frá fyrri talningu þar sem tvö áður ógild atkvæði voru talin gild. Annað þeirra féll í skaut D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra en hitt var greitt B-lista Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra. Þetta staðfestir Ragnheiður Sveinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í sveitarfélaginu.

Niðurstaða endurtalningar hafði því ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa. Hér að neðan má sjá lokatölur eftir endurtalninguna:

  • B listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra 217 atkvæði
  • D listi Sjálfstæðismanna og óháðra 196 atkvæði
  • N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra 214 atkvæði

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.