Innlent

Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir var í Madríd á leiðtogafundi NATO í lok síðasta mánaðar. Hún fagnar því að fá Finna og Svía inn í bandalagið.
Katrín Jakobsdóttir var í Madríd á leiðtogafundi NATO í lok síðasta mánaðar. Hún fagnar því að fá Finna og Svía inn í bandalagið. EPA.

Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja.

Aðildarsamningar ríkjanna tveggja voru undirritaðir í dag en í tilkynningunni segja ráðherrarnir að ríkin séu tilbúin að ljúka fullgildingarferlinu í snatri.

„Ég styð aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Finnland og Svíþjóð eru öflugir málsvarar lýðræðis, mannréttinda og félagslegra gilda sem eru mikilvæg sjónarmið innan Atlantshafsbandalagsins,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.

Í tilkynningu er þá haft eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, að ríkin muni standa við bakið á Finnum og Svíum í öryggismálum þar til ríkin hafa formlega gengið í bandalagið. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tekur í sama streng og segir að aðild ríkjanna tveggja muni styrkja NATO og gera Norðurlöndin öruggari.


Tengdar fréttir

NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu

Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu.

Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða

Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×