Fótbolti

Gleðin skín úr hverju andliti hjá stelpunum okkar í Herzogenaurach

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir þekkir það vel að fara á Evrópumót en hér bregður hún á leik fyrir ljósmyndarann.
Sif Atladóttir þekkir það vel að fara á Evrópumót en hér bregður hún á leik fyrir ljósmyndarann. Instagram/@footballiceland

Spennan magnast með hverjum deginum enda orðið sitt í Evrópumótið í Englandi. Okkar konur telja líka niður dagana í fyrsta leik.

Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu eftir aðeins fimm daga en liðið er nú statt í æfingabúðum í Þýskalandi.

Það er gaman hjá stelpunum eins og sést vel á myndasyrpu sem KSÍ setti inn á miðla sína. Gleðin skín þar úr hverju andliti og enginn kátari en reynsluboltinn Sif Atladóttir sem var til í að bregða á leik fyrir ljósmyndarann.

Íslenska liðið byrjaði lokaundirbúning sinn hér heima en spilaði síðan eina undirbúningsleik sinn út í Póllandi í síðustu viku þar sem liðið vann 3-1 sigur.

Stelpurnar fóru frá Póllandi til Herzogenaurach í Þýskalandi þar sem liðið hélt áfram undirbúningi sínum fyrir mótið.

Liðið heldur síðan til Englands á morgun 6. júlí og fyrsti leikur í riðlakeppni EM er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí.

Það má sjá þessar skemmtilegu myndir af æfingu liðsins hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.