Innlent

Borgar­­stjóri sendir sam­úðar­­kveðjur til Kaup­manna­hafnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær.

„Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær,“ segir í kveðju borgarstjóra.

Enn fremur segir í kveðjunni að það veki óhug „að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi.“ 

Tengsl borganna tveggja séu sérlega sterk og hugur Reykvíkinga séu hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi „þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína.“

Undir lok kveðjunnar segir að á tímum sem þessum sé sérstaklega mikilvægt „að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.“

Íslendingar standi með Dönum

Í gærkvöldi sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, einnig kveðjur til Danmerkur. Í færslu sem hún birti á Twitter sagði hún fréttirnar frá Kaupmannahöfn vera nístandi og að danska þjóðin væri í hugum Íslendinga. Undir lok færslunnar sagði hún svo:

„Við stöndum með ykkur.“


Tengdar fréttir

Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geð­deild

Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari.

Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn

Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.