Fótbolti

Hólm­bert Aron skoraði er Lillest­röm jók for­skot sitt á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hólmbert Aron var á skotskónum í dag.
Hólmbert Aron var á skotskónum í dag. Lilleström

Lilleström vann góðan 3-1 útisigur á Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði þriðja mark Lilleström.

Bendik Bye kom Kristiansund yfir en Akor Adams jafnaði metin áður en Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn af varamannabekk Kristiansund á 77. mínútu. Það dugði ekki til þar sem Lilleström gekk á lagið, Adams kom gestunum yfir áður en hann lagði upp mark Hólmberts Arons sem kláraði leikinn á 87. mínútu.

Lokatölur 3-1 og Lilleström nú með fjögurra stiga forystu á Molde á toppi deildarinnar, toppliðið með 30 stig en Molde á þó leik til góða. Kristiansund er á botni deildarinnar og án sigurs eftir 10 leiki.

Ari Leifsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Strömsgodset er liðið tapaði 1-0 fyrir Álasundi. Ari og félagar eru í 4. sæti með 20 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.