Fótbolti

Goðsögn snýr aftur til Barcelona

Árni Jóhannsson skrifar
Rafael Marquez í leik með Barcelona
Rafael Marquez í leik með Barcelona GETTY IMAGES

Rafael Marquez, sem af mörgum er talinn einn af betri knattspyrnumönnum Mexíkó fyrr og síðar, er á leiðinni aftur til Barcelona. Þar var hann mjög sigursæll sem leikmaður en nú er komið að því að máta þjálfaraskó hjá Katalóníu félaginu.

Marquez sem er orðinn 43 ára gamall er að fara að taka við B liði Barcelona frá mog með næsta vetri. Hann mun nú feta í fótspor Pep Guardiola og Luis Enrique sem hófu sína þjálfaraferla hjá B liði Barcelona þannig að ef við gefum okkur að Marquez sé fær í þjálfarafræðunum þá er framtíðin björt fyrir hann.

Marquez vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum með Barcelona árin 2006 og 2009 og spænska meistaratitilinn vann hann fjórum sinnum sem hluti af Barcelona liði sem talið er vera eitt af betri félagsliðum sögunnar. Þá varð hann franskur meistari með Mónakó og var valinn 147 sinnum í mexíkóska landsliðið. Með Mexíkóum tók hann þátt í fimm heimsmeistarmótum í röð og var síðasti landsleikur hans tap fyrir Brasilíu í 16-liða úrslitum HM 2018 í Rússlandi.

Juan Laporta er sérlega ánægður með að fá Marquez aftur inn í klúbbin og sagði að hann væri frábær persóna og mikill leiðtogi. Marquez átti að koma til liðs við Barca fyrir síðasta tímabil en gat ekki losað sig úr fyrra starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×