Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2022 10:00 Ada Hegerberg er spennt fyrir EM. En þú? EPA-EFE/TERJE PEDERSEN Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira