Fótbolti

Aron Einar framlengir í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Getty

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al Arabi í Katar. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2022/2023.

Hinn 33 ára gamli Aron Einar hefur spilað í Katar frá árinu 2019. Þar áður spilaði hann með AZ Alkmaar í Hollandi og ensku liðiunum Coventry City og Cardiff City. 

Hann var um árabil fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur leikið 97 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur hins vegar ekki spilað fyrir landsliðið að undanförnu vegna ásakana um kynferðisofbeldi sem átti sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.


Tengdar fréttir

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×