Innlent

Arnar snýr ekki aftur í World Class

Árni Sæberg skrifar
Ekki verður lengur hægt að mæta í einkaþjálfun til Arnars Grant í World class.
Ekki verður lengur hægt að mæta í einkaþjálfun til Arnars Grant í World class. Stöð 2

Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp.

Björn Leifsson, eigandi World Class, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að samningnum hafi verið sagt endanlega upp í fyrradag eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Áður hafði Arnar verið sendur í tímabundið leyfi eftir að mál Vítalíu kom upp í byrjun janúar þessa árs. Arnar hafði snúið aftur til starfa og sinnti einkaþjálfun í stöð World Class í Vatnsmýri.

Björn segir það reglu hjá World Class að hafa fólk ekki í vinnu sem er með kæru í ferli. „Við getum ekki verið að láta fyrirtækið dragast inn í þetta, þetta kemur okkur ekkert við,“ segir hann.

Arnar sór af sér ásakanir um fjárkúgun í gær með skriflegri yfirlýsingu til fréttastofu.

„Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu,“ sagði í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Biðst af­sökunar á að hafa brugðist þol­endum

Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.