Fótbolti

María lék allan leikinn í sigri gegn Dönum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
María Þórsidóttir lék allan leikinn í sigri norska liðsins í dag.
María Þórsidóttir lék allan leikinn í sigri norska liðsins í dag. Martin Rose - UEFA/UEFA via Getty Images

María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska landsliðinu í fótbolta unnu góðan 1-2 sigur er liðið heimsótti Dani í lokaundirbúningi liðanna fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst eftir slétta viku.

Það var liðsfélagi Maríu hjá Manchester United, Signe Bruun, sem kom danska liðinu í forystu strax á fyrstu mínútu leiksins.

Guro Reiten jafnaði þó metin fyrir norska liðið stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Reitein bætti öðru marki sínu við snemma í síðari hálfleik og það reyndist sigurmark leiksins. Niðurstaðan því 1-2 sigur norsku stelpnanna og þær fara með gott veganesti inn í Evrópumótið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.