Innlent

Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Einar Þorsteinsson tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla í Vogabyggð. Hann tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu.
Einar Þorsteinsson tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla í Vogabyggð. Hann tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu. Reykjavíkurborg

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. 

Leikskólinn er einn fjögurra svokallaðra „ævintýraborga“ sem rísa til að fjölga leikskólaplássum, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgirnar séu mikilvægur þáttur í þeirri vegferð að brúa bilið og bjóða börnum yngri en 18 mánaða pláss á leikskólum borgarinnar. Ævintýraborgirnar séu í færanlegum húsum sem hæfir vel nútíma leikskólastarfi.

Ásamt Einari voru Skúli Helgason formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla, Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Helgi Grímsson formaður skóla-og frístundasviðs, Anna Sif Farestveit aðstoðarleikskólastjóri nýja leikskólans og tíu börn frá leikskólanum Steinahlíð viðstödd skóflustunguna.

Hönd lögð á plóg.Reykjavíkurborg

Stefnt er að því að verkinu ljúki í október og í framhaldi verði hægt að taka á móti börnum í nýjan leikskóla í hinu nýja Vogahverfi. Ævintýraborgirnar eru sagður mikilvægur liður í verkefninu Brúum bilið þar sem þær bæta við samtals 340 nýjum leikskólaplássum af þeim 1680 plássum sem verkefnið tekur til í heild.

Reykjarvíkurborg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×