Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 13:55 Filipus VI konungur Spánar tekur á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í Madrid í dag. AP/Susan Walsh Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36
Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34