Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 13:55 Filipus VI konungur Spánar tekur á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í Madrid í dag. AP/Susan Walsh Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36
Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34