Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 28. júní 2022 08:58 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á leiðtogafundi í Madríd í dag að bandalagið liti ekki á Kínverja sem andstæðinga sína en þau væru áhyggjufull yfir sterkum tengslum milli Kínverja og Rússa. AP Photo/Bernat Armangue Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður NATO Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira