Fótbolti

Sjúkraþjálfarinn fékk rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það geta allir starfsmenn fengið að líta rauða spjaldið og því kynntist sjúkraþjálfari Philadelphia Union í MLS-deildinni.
Það geta allir starfsmenn fengið að líta rauða spjaldið og því kynntist sjúkraþjálfari Philadelphia Union í MLS-deildinni. Getty/Jonathan Moscrop

Það er ekkert nýtt að leikmönnum lendi saman inn á fótboltavellinum og oft endar það með gulum og jafnvel rauðum spjöldum. Það mór ekki alveg þannig í leik á dögunum.

Í MLS-deildinni í Bandaríkjunum enduðu slíkar ryskingar í leik Philadelphia Union og New York City FC aftur á móti með það að sjúkraþjálfari Philadelphia liðsins fékk rauða spjaldið.

Sá heitir Paul Rushing og var allt annað en meðferðina á sínum leikmanni á 79. mínútu leiksins. Staðan var þá 1-0 fyrir Philadelphia Union.

Julian Carranza hafði fengið högg og sjúkraþjálfarinn lét mótherjann Nicolas Acevedo heyra það.

Rushing lét ekki bara orðin duga heldur hrinti hann einnig Acevedo. Það hitnaði vel í hlutunum í framhaldinu og allt endaði með dómarinn sýndi sjúkraþjálfaranum blóðheita rauða spjaldið.

Leikmenn Philadelphia Union voru enn þá ellefu á móti ellefu og unnu leikinn á endanum 2-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.