Álfar á sveimi í Eyjafirði í kringum Álfasetrið í Arnarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2022 20:05 Eygló er alltaf hress og skemmtileg enda hlær hún mikið og hefur gaman af öllum álfunum sínum og þeim ferðamönnum, sem koma til hennar til að fræðast um þá og þeirra líferni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álfar eiga allan hug Eyglóar Jóhannesdóttur í Arnarnesi í Eyjafirði, sem hefur málað myndir af þeim og hittir þá reglulega í sveitinni sinni enda er hún með álfasetur á bænum. Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði
Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira