Þrettán dagar í EM: Lærði einna mest af bróður sínum en Eto'o átrúnaðargoðið Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 11:00 Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði gegn Tékkum í sigrinum mikilvæga í undankeppni HM á Laugardalsvelli í fyrra. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin eldfljóta Svava Rós Guðmundsdóttir er næst í röðinni. Svava er 26 ára sóknarmaður sem sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku þegar hún skoraði 14 mörk fyrir Röa í norsku úrvalsdeildinni, árið 2018. Svava fór á sínar fyrstu æfingar í Fram en skipti yfir í Val þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn. Hún lék einnig með Breiðabliki hér á landi og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu 2015 og bikarmeistari 2016. Áður en hún kvaddi íslensku deildinni gat Svava sér gott orð sem sókndjarfur kantmaður en hjá Röa færðist hún yfir í stöðu sóknarmanns og raðaði inn mörkum. Elísabet Gunnarsdóttir fékk Svövu svo til Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún átti tvö góð ár en þaðan lá leiðin til Bordeaux í ársbyrjun 2021. Dvölin í Frakklandi reyndist hálfgerð martröð eftir að nýr þjálfari tók við liðinu en sá ákvað að hafa Svövu í hálfgerðri frystikistu sem hún losnaði loks úr í byrjun þessa árs þegar hún sneri aftur til Noregs í meistaralið Brann. Þar hefur hún skorað fjögur mörk í fyrstu 12 leikjum sínum. Svava er á leið á sitt fyrsta stórmót en hún hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar valið var í EM-hópinn 2017. Hún hefur komið inn á sem varamaður í flestum af 35 landsleikjum sínum, frá því að hún spilaði sinn fyrsta gegn Norður-Makedóníu árið 2015, og skorað tvö mörk. Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í leik gegn Hollandi í undankeppni HM. Hún hefur leikið 35 landsleiki.Getty/Andre Weening Fyrsti meistaraflokksleikur? 15 ára með Val í Pepsi-deildinni Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Líklegast bróðir minn [Guðjón Hrafn] og Steini [Þorsteinn Halldórsson]. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Flest með Herra hnetusmjöri eða gott country. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já allir að koma til Englands, mjög þakklát fyrir stuðninginn frá fjölskyldunni. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Næringarfræði og nokkur námskeið í innanhús arkitektúr. Í hvernig skóm spilarðu? Puma future. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? NBA 2k eða Madden eru ofarlega. Það er allavega það sem spilað er mest heima hjá mér. Uppáhalds matur? Lasagne og tiramisu í eftirrétt. Skothelt combo. Fyndnust í landsliðinu? Allavega ekki Sveindís. Gáfuðust í landsliðinu? Guðrún Arnars. Óstundvísust í landsliðinu? Miðað við seinustu viku þá Sveindís. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Frakkland eða England eru sterk. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kíkja í bæjarrölt, skoða sig um og setjast á kaffihús. Eða bara slaka á uppi á hóteli. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Vanessa Gilles skemmtilegust utan vallar en leiðinlegasti andstæðingurinn. Átrúnaðargoð í æsku? Samuel Eto’o. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég spilaði á þverflautu í nokkur ár. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Svava er 26 ára sóknarmaður sem sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku þegar hún skoraði 14 mörk fyrir Röa í norsku úrvalsdeildinni, árið 2018. Svava fór á sínar fyrstu æfingar í Fram en skipti yfir í Val þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn. Hún lék einnig með Breiðabliki hér á landi og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu 2015 og bikarmeistari 2016. Áður en hún kvaddi íslensku deildinni gat Svava sér gott orð sem sókndjarfur kantmaður en hjá Röa færðist hún yfir í stöðu sóknarmanns og raðaði inn mörkum. Elísabet Gunnarsdóttir fékk Svövu svo til Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún átti tvö góð ár en þaðan lá leiðin til Bordeaux í ársbyrjun 2021. Dvölin í Frakklandi reyndist hálfgerð martröð eftir að nýr þjálfari tók við liðinu en sá ákvað að hafa Svövu í hálfgerðri frystikistu sem hún losnaði loks úr í byrjun þessa árs þegar hún sneri aftur til Noregs í meistaralið Brann. Þar hefur hún skorað fjögur mörk í fyrstu 12 leikjum sínum. Svava er á leið á sitt fyrsta stórmót en hún hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar valið var í EM-hópinn 2017. Hún hefur komið inn á sem varamaður í flestum af 35 landsleikjum sínum, frá því að hún spilaði sinn fyrsta gegn Norður-Makedóníu árið 2015, og skorað tvö mörk. Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í leik gegn Hollandi í undankeppni HM. Hún hefur leikið 35 landsleiki.Getty/Andre Weening Fyrsti meistaraflokksleikur? 15 ára með Val í Pepsi-deildinni Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Líklegast bróðir minn [Guðjón Hrafn] og Steini [Þorsteinn Halldórsson]. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Flest með Herra hnetusmjöri eða gott country. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já allir að koma til Englands, mjög þakklát fyrir stuðninginn frá fjölskyldunni. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Næringarfræði og nokkur námskeið í innanhús arkitektúr. Í hvernig skóm spilarðu? Puma future. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? NBA 2k eða Madden eru ofarlega. Það er allavega það sem spilað er mest heima hjá mér. Uppáhalds matur? Lasagne og tiramisu í eftirrétt. Skothelt combo. Fyndnust í landsliðinu? Allavega ekki Sveindís. Gáfuðust í landsliðinu? Guðrún Arnars. Óstundvísust í landsliðinu? Miðað við seinustu viku þá Sveindís. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Frakkland eða England eru sterk. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kíkja í bæjarrölt, skoða sig um og setjast á kaffihús. Eða bara slaka á uppi á hóteli. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Vanessa Gilles skemmtilegust utan vallar en leiðinlegasti andstæðingurinn. Átrúnaðargoð í æsku? Samuel Eto’o. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég spilaði á þverflautu í nokkur ár.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira