Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 27. júní 2022 08:31 Skjáskot af myndbandi sem birt var af verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Óttast er að tala látinna sé ansi há en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Kyiv Independent Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira