Fótbolti

Häcken henti frá sér tveggja marka for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Lunddal spilaði fyrri hálfleikinn.
Valgeir Lunddal spilaði fyrri hálfleikinn. Göteborgs-Posten

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði BK Häcken og Ari Freyr Skúlason byrjaði hjá Norrköping.

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði BK Häcken og Ari Freyr Skúlason byrjaði hjá Norrköping.

Valgeir Lundal spilaði fyrri hálfleik er Häcken heimsótti Hammarby. Staðan markalaus í hálfleik og var Valgeir tekinn af velli en hann lék í stöðu hægri bakvarðar. Gestirnir komust 2-0 yfir þökk sé tveimur mörkum með stuttu millibili þegar klukkustund var liðin.

Það virtist sem Häcken ætlaði að sigla stigunum í hús en Hammarby minnkaði muninn á 82. mínútu og jafnaði metin sex mínútum síðar, lokatölur 2-2.

Ari Freyr spilaði allan leikinn á miðri miðju Norrköping er liðið gerði 1-1 jafntefli við Mjallby á útivelli. Staðan í deildinni er þannig að Häcken er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir en Norrköping er í 9. sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×