Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 16:07 Forseti Íslands var meðal þeirra sem heiðruðu Þorstein. Aðsend/UMFÍ Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn. Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn.
Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira