Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júní 2022 07:00 Jón Steinar segir niðurstöðu Hæstaréttar furðulega en hann hafi ekki búist við öðru. samsett Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. Hæstiréttur vísaði máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, frá réttinum. Magnús hlaut, ásamt öðrum sem áttu í hlut, tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2015. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Markús tapaði við hrun Glitnis samtals að minnsta kosti 7,6 milljónum króna. Jón Steinar segir niðurstöðuna furðulega. „Hvernig getur maður sem að hefur tapað margföldum mánaðarlaunum sínum dæmt í máli yfir mönnum sem sakaðir eru um að hafa valdið því tjóni?“ Í dómi Hæstaréttar segir að lækkun þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefðu numið 14,78 prósent við fall bankans og yrði sú lækkun ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma. „Ég segi nú bara kanntu annan,“ segir Jón varðandi þessi rök Hæstaréttar. „Skipta þau [efnahagsáhrifin] einhverju máli þegar verið er að meta hæfi dómara til að dæma í máli manns sem sakaður er um að hafa valdið honum stóru tjóni? Þannig hafnar rétturinn þessari kröfu Magnúsar. Þetta hljómar bara eins og furðuleg niðurstaða, auðvitað verður dómari vanhæfur við svona aðstæður.“ Viljað fá dóm Hæstaréttar á undan dómi MDE Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Mál Birkis Kristinssonar er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem meðal annars verður tekið til skoðunar hvort Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í máli hans vegna taps hans við hrunið. Jón Steinar telur að málinu fyrir Hæstarétti hafi verið flýtt til að falla á undan dómi Mannréttindadómstólsins. „Mál hans er nú komið í þann farveg að dómstóllinn hefur leitað sátt með íslenska ríkinu og kæranda [Arnari], sem er nú aldrei gert nema það sé talið að um brot sé að ræða. Þannig nú megum við eiga von á dómi þar ytra. Ef að líkum lætur, ég auðvitað veit það ekki, kemur áfellisdómur yfir þessari málsmeðferð á Íslandi þar sem maður sem á slíkra hagsmuna að gæta, og enginn veit af, dæmir í máli sakbornings.“ Jón segir að BK-málinu svokallaða hafi upphaflega verið frestað þangað til dómur yrði kominn í málinu í Strassborg, þar sem niðurstaða Mannréttindadómstóls kynni að hafa áhrif þegar vanhæfi Markúsar yrði metið fyrir Hæstarétti. „Síðan gerist það allt í einu ekki fyrir svo löngu að rétturinn hefur samband við lögmanninn og boðar í málflutning í þessu máli. Lögmaðurinn kemur auðvitað af fjöllum út af þessu samkomulagi um að fresta því en allt í einu lá mikið á og málið var flutt og dæmt. Það var nú bara eins og fyrrverandi forseti réttarins hafi stýrt réttarhöldunum því þeir komast að þessari furðulegu niðurstöðu.“ Jón telur því líkur á því að Markús hafi áttað sig á því að dómur ytra myndi falla þar sem hann yrði talinn vanhæfur. „Hann hafi þá frekar viljað fá dóm hér heima fyrst, þar sem hann veit að hann verður hreinsaður af þessu áður en Mannréttindadómstóllinn kemst að gagnstæðri niðurstöðu. Enda er sá dómur ekki bindandi að íslenskum rétti,“ segir Jón Steinar að lokum. Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hæstiréttur vísaði máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, frá réttinum. Magnús hlaut, ásamt öðrum sem áttu í hlut, tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2015. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Markús tapaði við hrun Glitnis samtals að minnsta kosti 7,6 milljónum króna. Jón Steinar segir niðurstöðuna furðulega. „Hvernig getur maður sem að hefur tapað margföldum mánaðarlaunum sínum dæmt í máli yfir mönnum sem sakaðir eru um að hafa valdið því tjóni?“ Í dómi Hæstaréttar segir að lækkun þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefðu numið 14,78 prósent við fall bankans og yrði sú lækkun ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma. „Ég segi nú bara kanntu annan,“ segir Jón varðandi þessi rök Hæstaréttar. „Skipta þau [efnahagsáhrifin] einhverju máli þegar verið er að meta hæfi dómara til að dæma í máli manns sem sakaður er um að hafa valdið honum stóru tjóni? Þannig hafnar rétturinn þessari kröfu Magnúsar. Þetta hljómar bara eins og furðuleg niðurstaða, auðvitað verður dómari vanhæfur við svona aðstæður.“ Viljað fá dóm Hæstaréttar á undan dómi MDE Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Mál Birkis Kristinssonar er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem meðal annars verður tekið til skoðunar hvort Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í máli hans vegna taps hans við hrunið. Jón Steinar telur að málinu fyrir Hæstarétti hafi verið flýtt til að falla á undan dómi Mannréttindadómstólsins. „Mál hans er nú komið í þann farveg að dómstóllinn hefur leitað sátt með íslenska ríkinu og kæranda [Arnari], sem er nú aldrei gert nema það sé talið að um brot sé að ræða. Þannig nú megum við eiga von á dómi þar ytra. Ef að líkum lætur, ég auðvitað veit það ekki, kemur áfellisdómur yfir þessari málsmeðferð á Íslandi þar sem maður sem á slíkra hagsmuna að gæta, og enginn veit af, dæmir í máli sakbornings.“ Jón segir að BK-málinu svokallaða hafi upphaflega verið frestað þangað til dómur yrði kominn í málinu í Strassborg, þar sem niðurstaða Mannréttindadómstóls kynni að hafa áhrif þegar vanhæfi Markúsar yrði metið fyrir Hæstarétti. „Síðan gerist það allt í einu ekki fyrir svo löngu að rétturinn hefur samband við lögmanninn og boðar í málflutning í þessu máli. Lögmaðurinn kemur auðvitað af fjöllum út af þessu samkomulagi um að fresta því en allt í einu lá mikið á og málið var flutt og dæmt. Það var nú bara eins og fyrrverandi forseti réttarins hafi stýrt réttarhöldunum því þeir komast að þessari furðulegu niðurstöðu.“ Jón telur því líkur á því að Markús hafi áttað sig á því að dómur ytra myndi falla þar sem hann yrði talinn vanhæfur. „Hann hafi þá frekar viljað fá dóm hér heima fyrst, þar sem hann veit að hann verður hreinsaður af þessu áður en Mannréttindadómstóllinn kemst að gagnstæðri niðurstöðu. Enda er sá dómur ekki bindandi að íslenskum rétti,“ segir Jón Steinar að lokum.
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00