Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2016 20:00 Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27