Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2016 20:00 Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27