Varar við hamförum vegna matvælaskorts Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 12:35 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AP/Mary Altaffer Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum. „Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
„Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13
Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29