Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 09:30 Jennifer Hermoso fagnar marki með Spáni í apríl á þessu ári. Hún mun ekki geta fagnað á EM þar sem hún missir af mótinu vegna meiðsla. EPA-EFE/MARK RUNNACLES Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó. Barcelona og hin 32 ára gamla Hermoso hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár. Liðið hafði verið nær óstöðvandi þangað til það lá gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar geta þó ekki kvartað yfir framlagi Hermoso en hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 174 mörk. Hermoso lék með Barcelona frá 2013 til 2017 og svo aftur frá 2019 til 2022. Varð hún fimm sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með félaginu. Það vekur því töluverða athygli að hún hafi samið við Pachuca í Mexíkó en frá þessu greindi félagið í vikunni. És un orgull que hagis vestit la nostra samarreta. Gràcies, @jennihermoso pic.twitter.com/UhYiXOrulA— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 22, 2022 Ofan á að vera markahæsti leikmaður í sögu Barcelona er Hermoso líka markahæsti leikmaður í sögu Spánar með 45 mörk í 91 leik. Hún mun hins vegar ekki geta bætt við mörkum á Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla á hné. Hún meiddi liðbönd í hægra hné og verður frá keppni næstu vikurnar. Mun hún því einnig missa af byrjun Liga MX Femenil-deildarinnar í Mexíkó sem hefst 12. júlí næstkomandi. Spánn er í B-riðli á EM ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mexíkó Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Barcelona og hin 32 ára gamla Hermoso hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár. Liðið hafði verið nær óstöðvandi þangað til það lá gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar geta þó ekki kvartað yfir framlagi Hermoso en hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 174 mörk. Hermoso lék með Barcelona frá 2013 til 2017 og svo aftur frá 2019 til 2022. Varð hún fimm sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með félaginu. Það vekur því töluverða athygli að hún hafi samið við Pachuca í Mexíkó en frá þessu greindi félagið í vikunni. És un orgull que hagis vestit la nostra samarreta. Gràcies, @jennihermoso pic.twitter.com/UhYiXOrulA— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 22, 2022 Ofan á að vera markahæsti leikmaður í sögu Barcelona er Hermoso líka markahæsti leikmaður í sögu Spánar með 45 mörk í 91 leik. Hún mun hins vegar ekki geta bætt við mörkum á Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla á hné. Hún meiddi liðbönd í hægra hné og verður frá keppni næstu vikurnar. Mun hún því einnig missa af byrjun Liga MX Femenil-deildarinnar í Mexíkó sem hefst 12. júlí næstkomandi. Spánn er í B-riðli á EM ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mexíkó Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira