Innlent

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Úkraína sigraði Eurovision 2022.
Úkraína sigraði Eurovision 2022. EBU/SARAH LOUISE BENNETT

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.

Sambandið segist skilja að fullu þau miklu vonbrigði sem fylgi slíkri ákvörðun. Velferð þeirra rúmlega 40 þúsund manna sem vinna að eða sækja Eurovision keppnina sé sambandinu efst í huga.

„Reglur keppninnar kveða skýrlega á um að viðburðurinn geti verið færður þegar utanaðkomandi aðstæður krefjist þess, líkt og yfirstandandi stríð.“

Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á Twitter síðu sambandsins.

Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023.

Felix Bergsson, sem hefur gjarnan fylgt íslenska hópnum í keppnina, segist standa með Úkraínumönnum. Hann segir það sorglegt en annað land verði að halda keppnina árið 2023. 

Skipuleggjendur höfðu beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.