Sambandið segist skilja að fullu þau miklu vonbrigði sem fylgi slíkri ákvörðun. Velferð þeirra rúmlega 40 þúsund manna sem vinna að eða sækja Eurovision keppnina sé sambandinu efst í huga.
„Reglur keppninnar kveða skýrlega á um að viðburðurinn geti verið færður þegar utanaðkomandi aðstæður krefjist þess, líkt og yfirstandandi stríð.“
Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á Twitter síðu sambandsins.
The EBU has issued the statement below regarding the hosting of next year’s Eurovision Song Contest
— EBU (@EBU_HQ) June 23, 2022
Find it online here ➡️ https://t.co/q1jB7NOrv5#Eurovision #ESC2023 pic.twitter.com/5SJ4UpCR4I
Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023.
Felix Bergsson, sem hefur gjarnan fylgt íslenska hópnum í keppnina, segist standa með Úkraínumönnum. Hann segir það sorglegt en annað land verði að halda keppnina árið 2023.
I stand with Ukraine 🇺🇦 but sadly the hosting of Eurovision Song Contest 2023 has to happen in another country. Please read this statement from the EBU https://t.co/JWxBvnjKvk
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) June 23, 2022
Skipuleggjendur höfðu beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant.