Erlent

Úkraína og Mol­dóva fái stöðu um­sóknar­ríkis tafar­laust

Árni Sæberg skrifar
Þingsályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Þingsályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. OLIVIER HOSLET/EPA

Þingsályktunartillaga um að ráðherraráð Evrópusambandsins veiti Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkis án tafar var samþykkt á Evrópuþinginu í dag.

Tillagan var samþykkt með 529 atkvæðum en fjórtán sátu hjá, að því er segir í tilkynningu á vef þingins.

Ráðherraráð Evrópusambandins fundar í dag og á morgun og talið er að ráðherrarnir muni samþykkja að veita löndunum tveimur stöðu umsóknarríkis.

Alina Frolova, fyrrverandi aðstoðarvarnamálaráðherra Úkraínu, ræddi við Sky News í morgun og sagði meðal annars að Úkraínumenn gerðu sér fulla grein fyrir því að möguleg ákvörðun Evrópusambandsríkjanna um að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis jafngilti ekki aðild og að þeirra biði löng vegferð áður.

Þingið vill líka að Georgía fái sömu stöðu þegar yfirvöld þar í landi hafa uppfyllt skilyrði sem framkvæmdastjórn ESB setur fyrir aðild að sambandinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.