Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:30 Samherjarnir fyrrverandi á góðri stundu. Giuseppe Maffia/Getty Images Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans. Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu. Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira