„Mögulega frábært fyrir landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 15:01 Sveindísi Jane Jónsdóttur skaut upp á stjörnuhimininn, nánast á svipstundu, og virðist höndla athyglina vel. vísir/vilhelm „Ég held að hún sé einn mest spennandi leikmaður mótsins,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Sveindísi Jane Jónsdóttur, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir. EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira