Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 12:01 Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í lok árs 2020. vísir/Hulda Margrét „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta. Nokkuð gustaði um Arnar og íslenska landsliðið í kringum leikina fjóra sem liðið spilaði í júní. Sparkspekingar hafa velt vöngum yfir því hvort liðið sé á réttri leið undir stjórn Arnars. Í því sambandi hefur verið nefnt að einu sigurleikir Íslands í mótsleikjum undir hans stjórn hafa komið gegn Liechtenstein. Alls hefur Íslands leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. „Ég vil að sjálfsögðu vinna alla fótboltaleiki, og við hefðum öll viljað vinna alla þrjá leikina í Þjóðadeildinni. Þetta voru jafnir leikir að mínu mati og það hefði með smáheppni tekist að vinna þá,“ segir Vanda. Vanda Sigurgeirsdóttir var á meðal áhorfenda á leikjum A- og U21-landsliðs karla í júní og er svo á leið með A-landsliði kvenna á EM í Englandi í júlí.vísir/Hulda Margrét „Leikurinn við San Marínó var náttúrulega bara lélegur, eins og við vitum öll, og það þarf ekki að ræða það frekar. Enda einblíni ég á Þjóðadeildina og mér finnst mikilvægt að hafa í huga að sénsinn er ekki búinn og við getum enn unnið þennan riðil. Við þurfum að treysta á aðra en það gekk upp hjá U21-landsliðinu á dögunum,“ segir Vanda. Stjórn ræður þjálfara og staða Arnars ekkert verið rædd Hún segir stjórn KSÍ ekkert hafa rætt um þann möguleika að skipta um landsliðsþjálfara og Arnar verður því áfram við stjórnvölinn þegar Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni með leik við Albaníu 27. september. Eftir þann leik eru næstu mótsleikir Íslands í mars 2023, þegar undankeppni EM hefst en samningur Arnars gildir fram yfir þá undankeppni, út árið 2023. Aðspurð hvort landsliðið sé á réttri leið undir stjórn Arnars svarar Vanda: „Mér finnst aðalatriðið að við erum að byggja upp. Það hurfu yfir 800 leikir af reynslu úr liðinu á árinu 2021. Það er mjög, mjög mikil reynsla. Mér finnst mjög mikilvægt, og ég horfi eftir því, að það séu framfarir og ég sá framfarir í leik liðsins. Erum við komin alla leið og orðin fullkomin? Nei. En það tekur tíma að byggja upp þegar svo mikil reynsla hverfur. Vanalega er endurnýjun á liðum meira náttúruleg, eins og við sjáum í kvennalandsliðinu, en þarna er hún svo skörp að það þarf tíma og þolinmæði. Varðandi Arnar þá er það stjórn sem ræður landsliðsþjálfara og þetta hefur ekki verið rætt. Hann er þjálfari liðsins og sú staða hefur ekkert breyst.“ „Það mun gusta“ Vanda skrifaði stuttan pistil í landsleikjatörninni, í kjölfar gagnrýni Kára Árnasonar á landsliðið þar sem hann setti meðal annars út á myndband sem birtist af æfingu landsliðsins, þar sem leikmenn voru í léttum upphitunarleikjum. Vildi hún ítreka að slíkir „ísbrjótar“ væru góð aðferð til að nota á æfingum liða sem og annars staðar. En telur Vanda að umræðan um landsliðið og Arnar hafi almennt verið ósanngjörn? „Staðan er náttúrulega bara þannig í þessari stærstu og vinsælustu fótboltagrein á Íslandi að það mun gusta. Það eru kröfur og við viljum að það séu kröfur. Það mun alltaf vera þannig. En ég var aftur á móti á því að almennt fyndist mér neikvæðnin gagnvart liðinu vera orðin þannig að mér þætti hún skemma frekar en að hjálpa. Ég er fylgjandi uppbyggilegri gagnrýni og tek henni fagnandi, enda erum við alltaf að reyna að stefna fram á við og reyna að fara lengra með íslenskan fótbolta, svo mér finnst eðlilegt að það komi gagnrýni. En mér finnst við þurfa að passa að hún verði ekki óvægin, líka vegna þess að við erum með ungt og óreynt lið.“ Staðan metin í haust Vanda segir eðlilegt að staða Arnars verði metin að lokinni keppni í Þjóðadeildinni í haust, þegar hann mun eiga ár eftir af samningi sínum sem landsliðsþjálfari. „Það er náttúrulega bara hlutverk okkar, mín sem formanns og stjórnar KSÍ. Mér finnst það bara mjög eðlilegt og held að það sé eitthvað sem að allir geri,“ segir Vanda en ítrekar að hún telji liðið á réttri braut: „Ég sá greinilegar framfarir, ef maður miðar til dæmis leikinn úti í Ísrael við leikina á undan. Flott barátta og fínustu mörk. Er eitthvað sem má bæta? Já, alveg fullt. En mér finnst aðalmálið þetta. Hann er þjálfari liðsins, það hefur ekkert breyst. Við erum í miðri á, miðju móti, og eigum enn séns á að vinna riðilinn í þessu móti. Áfram gakk og horfum fram á veginn.“ KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. 14. júní 2022 11:01 Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. 13. júní 2022 21:50 Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. 13. júní 2022 16:30 Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september. 13. júní 2022 13:00 Gríðarlegt ósætti með frammistöðuna: Fáum alltaf alvöru leik með Arnar Þór sem þjálfara Ísland marði San Marínó í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöld. Segja má að Twitter hafi logað á meðan leik stóð og eftir leik en frammistaða íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska. 10. júní 2022 09:29 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
Nokkuð gustaði um Arnar og íslenska landsliðið í kringum leikina fjóra sem liðið spilaði í júní. Sparkspekingar hafa velt vöngum yfir því hvort liðið sé á réttri leið undir stjórn Arnars. Í því sambandi hefur verið nefnt að einu sigurleikir Íslands í mótsleikjum undir hans stjórn hafa komið gegn Liechtenstein. Alls hefur Íslands leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. „Ég vil að sjálfsögðu vinna alla fótboltaleiki, og við hefðum öll viljað vinna alla þrjá leikina í Þjóðadeildinni. Þetta voru jafnir leikir að mínu mati og það hefði með smáheppni tekist að vinna þá,“ segir Vanda. Vanda Sigurgeirsdóttir var á meðal áhorfenda á leikjum A- og U21-landsliðs karla í júní og er svo á leið með A-landsliði kvenna á EM í Englandi í júlí.vísir/Hulda Margrét „Leikurinn við San Marínó var náttúrulega bara lélegur, eins og við vitum öll, og það þarf ekki að ræða það frekar. Enda einblíni ég á Þjóðadeildina og mér finnst mikilvægt að hafa í huga að sénsinn er ekki búinn og við getum enn unnið þennan riðil. Við þurfum að treysta á aðra en það gekk upp hjá U21-landsliðinu á dögunum,“ segir Vanda. Stjórn ræður þjálfara og staða Arnars ekkert verið rædd Hún segir stjórn KSÍ ekkert hafa rætt um þann möguleika að skipta um landsliðsþjálfara og Arnar verður því áfram við stjórnvölinn þegar Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni með leik við Albaníu 27. september. Eftir þann leik eru næstu mótsleikir Íslands í mars 2023, þegar undankeppni EM hefst en samningur Arnars gildir fram yfir þá undankeppni, út árið 2023. Aðspurð hvort landsliðið sé á réttri leið undir stjórn Arnars svarar Vanda: „Mér finnst aðalatriðið að við erum að byggja upp. Það hurfu yfir 800 leikir af reynslu úr liðinu á árinu 2021. Það er mjög, mjög mikil reynsla. Mér finnst mjög mikilvægt, og ég horfi eftir því, að það séu framfarir og ég sá framfarir í leik liðsins. Erum við komin alla leið og orðin fullkomin? Nei. En það tekur tíma að byggja upp þegar svo mikil reynsla hverfur. Vanalega er endurnýjun á liðum meira náttúruleg, eins og við sjáum í kvennalandsliðinu, en þarna er hún svo skörp að það þarf tíma og þolinmæði. Varðandi Arnar þá er það stjórn sem ræður landsliðsþjálfara og þetta hefur ekki verið rætt. Hann er þjálfari liðsins og sú staða hefur ekkert breyst.“ „Það mun gusta“ Vanda skrifaði stuttan pistil í landsleikjatörninni, í kjölfar gagnrýni Kára Árnasonar á landsliðið þar sem hann setti meðal annars út á myndband sem birtist af æfingu landsliðsins, þar sem leikmenn voru í léttum upphitunarleikjum. Vildi hún ítreka að slíkir „ísbrjótar“ væru góð aðferð til að nota á æfingum liða sem og annars staðar. En telur Vanda að umræðan um landsliðið og Arnar hafi almennt verið ósanngjörn? „Staðan er náttúrulega bara þannig í þessari stærstu og vinsælustu fótboltagrein á Íslandi að það mun gusta. Það eru kröfur og við viljum að það séu kröfur. Það mun alltaf vera þannig. En ég var aftur á móti á því að almennt fyndist mér neikvæðnin gagnvart liðinu vera orðin þannig að mér þætti hún skemma frekar en að hjálpa. Ég er fylgjandi uppbyggilegri gagnrýni og tek henni fagnandi, enda erum við alltaf að reyna að stefna fram á við og reyna að fara lengra með íslenskan fótbolta, svo mér finnst eðlilegt að það komi gagnrýni. En mér finnst við þurfa að passa að hún verði ekki óvægin, líka vegna þess að við erum með ungt og óreynt lið.“ Staðan metin í haust Vanda segir eðlilegt að staða Arnars verði metin að lokinni keppni í Þjóðadeildinni í haust, þegar hann mun eiga ár eftir af samningi sínum sem landsliðsþjálfari. „Það er náttúrulega bara hlutverk okkar, mín sem formanns og stjórnar KSÍ. Mér finnst það bara mjög eðlilegt og held að það sé eitthvað sem að allir geri,“ segir Vanda en ítrekar að hún telji liðið á réttri braut: „Ég sá greinilegar framfarir, ef maður miðar til dæmis leikinn úti í Ísrael við leikina á undan. Flott barátta og fínustu mörk. Er eitthvað sem má bæta? Já, alveg fullt. En mér finnst aðalmálið þetta. Hann er þjálfari liðsins, það hefur ekkert breyst. Við erum í miðri á, miðju móti, og eigum enn séns á að vinna riðilinn í þessu móti. Áfram gakk og horfum fram á veginn.“
KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. 14. júní 2022 11:01 Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. 13. júní 2022 21:50 Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. 13. júní 2022 16:30 Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september. 13. júní 2022 13:00 Gríðarlegt ósætti með frammistöðuna: Fáum alltaf alvöru leik með Arnar Þór sem þjálfara Ísland marði San Marínó í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöld. Segja má að Twitter hafi logað á meðan leik stóð og eftir leik en frammistaða íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska. 10. júní 2022 09:29 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. 14. júní 2022 11:01
Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. 13. júní 2022 21:50
Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. 13. júní 2022 16:30
Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september. 13. júní 2022 13:00
Gríðarlegt ósætti með frammistöðuna: Fáum alltaf alvöru leik með Arnar Þór sem þjálfara Ísland marði San Marínó í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöld. Segja má að Twitter hafi logað á meðan leik stóð og eftir leik en frammistaða íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska. 10. júní 2022 09:29