Fótbolti

Arnór þarf ekki að fara til Moskvu

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Sigurðsson stóð sig vel með íslenska landsliðinu fyrr í þessum mánuði og gæti hafa heillað mögulega verðandi vinnuveitendur.
Arnór Sigurðsson stóð sig vel með íslenska landsliðinu fyrr í þessum mánuði og gæti hafa heillað mögulega verðandi vinnuveitendur. vísir/Hulda Margrét

Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands í fótbolta, er nú frjálst að semja við og spila fyrir hvaða lið sem honum þóknast á næstu leiktíð.

Arnór er með samning við rússneska félagið CSKA Moskvu sem gildir til sumarsins 2024. Eftir landsleikina fyrr í þessum mánuði kvaðst hann því ekki vita annað en að hann myndi snúa aftur til Rússlands í sumar, eftir að hafa verið að láni hjá Venezia á Ítalíu þegar stríðið í Úkraínu hófst.

Í dag tilkynnti FIFA hins vegar að búið væri að framlengja sérstakt vinnuúrræði fyrir erlenda leikmenn og þjálfara sem samningsbundnir eru rússneskum og úkraínskum félagsliðum.

Úrræðið gerir Arnóri og öðrum sem spila í Rússlandi og Úkraínu kleyft að losna tímabundið undan samningi sínum, eða fram til 30. júní 2023.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×