Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 14:00 ísland Kýpur undankeppni HM Laugardalsvöllur KSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02