Fótbolti

Upp­gjör 10. um­ferðar | „Það er allt flott við þetta mark“

Atli Arason skrifar
Lið 10. umferðar
Lið 10. umferðar Stöð 2 Sport

Helena Ólafsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir gerðu upp 10. umferð í Bestu-deildinni í uppgjörsþættinum Bestu mörkin. Völdu þær lið umferðarinnar, besta leikmann og besta markið.

Afturelding sótti óvæntan 0-1 sigur á Selfoss en fyrir vikið unnu Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Jade Gentile, leikmenn Aftureldingar, sér sæti í liði umferðarinnar.

Pétur Pétursson úr Val er þjálfari umferðarinnar eftir 1-2 útisigur gegn Þrótti en Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir, markaskorarar Vals í leiknum, fá einnig sæti í liðinu.

Blikar skoruðu fjögur gegn Þór/KA fyrir norðan, Natasha Anasi Erlingsson og Karítas Tómasdóttir eru fulltrúar Breiðabliks í liðinu en Karítas átti einnig besta mark umferðarinnar.

„Það er allt flott við þetta mark,“ sagði sparkspekingurinn Harpa Þorsteinsdóttir. Samspil Blika í aðdraganda marksins þótti afar laglegt en markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

KR sótti 1-3 útisigur í Keflavík en Cornelia Sundelius, úr KR, er markvörðurinn í liði umferðarinnar og liðsfélagi hennar, Rasamee Phonsongkham, er í liðinu aðra umferðina í röð.

Stjarnan fór auðveldlega með ÍBV í Garðabæ en heimakonur unnu 4-0 sigur. Sædís Rún Heiðarsdóttir, Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir, leikmenn Stjörnunnar, eru allar í úrvalsliðinu. Jasmín var svo valin leikmaður umferðarinnar en hún skoraði tvö mörk á tveimur mínútum sem einnig má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Uppgjör 10. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×