Fótbolti

Zidane mun ekki þjálfa PSG en langar að halda áfram í þjálfun

Árni Jóhannsson skrifar
Zinedine  Zidane mun ekki þjálfa PSG
Zinedine  Zidane mun ekki þjálfa PSG GETTY IMAGES

Franska goðsögnin Zinedine Zidane verður ekki næsti þjálfari Paris Saint German. Hann hefur þó enn ástríðu fyrir fótboltanum og langar að halda áfram í þjálfun.

Heimildir herma að Zidane muni taka við franska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið sem fram fer í vetur í Qatar. Zizou, eins og hann er jafnan kallaður, mun því ekki taka við Parísar liðinu að sinni en þjálfari Nice í Ligue 1 er talinn vera líklegastur til þess að taka við af Mauricio Pochettino.

Zidane, sem hefur verið án starfs í heilt ár, sagði hinsvegar í viðtali við Telefoot að hann hefði enn þá áhuga á að þjálfa.

„Ég vil halda áfram að þjálfa. Ég brenn enn þá fyrir íþróttinni en fótbolti er ástríðan mín. Ég er 50 ára gamall, hef uppfyllt drauma mína og er hamingjusamur. Það er það sem skiptir máli.“

Eins og áður hefur komið fram þykir mjög líklegt að Zidane taki við franska landsliðinu og þess vegna hafi hann hafnað því að taka við starfi PSG. Samtalið hafi hinsvegar átt sér stað og þótt líklegt að Zizou tæki við en hann er með meistarapróf í því að vinna Meistaradeild Evrópu en það er sá bikar sem eigendur PSG ásælast mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×