Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2022 19:25 Sylwia segir það mikinn heiður að hafa verið fjallkonan í ár. RÚV Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“ 17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“
17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira