Innlent

Sylwia Zajkowska er fjallkona ársins 2022

Árni Sæberg skrifar
Frá vinstri til hægri: Gunnar Örn Sigvaldason, Katrín Jakobsdóttir forseætiráðherra, Sylwia Zajkowska fjallkona, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú.
Frá vinstri til hægri: Gunnar Örn Sigvaldason, Katrín Jakobsdóttir forseætiráðherra, Sylwia Zajkowska fjallkona, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Stjórnarráðið

Sylwia Zajkowska er fjallkona ársins 2022. Hún flutti ávarp fjallkonunnar á Austurvelli fyrir skömmu en það var samið af Brynju Hjálmsdóttur.

Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Um þessar mundir tekur hún þátt í uppsetningu á verkinu Heimferð en það er sýnt í Iðnó í dag milli 10:00 og 17:00.

Ávarp fjallkonunnar árið 2022

Engin tunga bragðast eins

engin tunga bragðast illa

Tungur

hafa rætur

stofna og greinar

eru brögðóttar mildar slóttugar

kímnar kátar fullar

af munúð

hikandi haltrandi flæðandi

græðandi hvassar

ögrandi

sumar smáar

sumar gildar

sumar ógnandi

sumum ógnað

Tungu má beita

og breyta

því verðum við að kyngja

Við fengum tungu

kvika og viðkvæma

lætur illa að stjórn

lagar sig að hverjum munni

hún er gjöf

og hún er gefins

hverjum þeim sem vill opna upp á gátt

lifandi tilvist

eign einskis

Nú rofar til

börnin fylla litla vasa af túnfíflum

hlaupa færandi hendi inn í hlýjan faðm

Fíflarnir eru gulir

himinninn er blár

og faðmurinn er opinn faðmurinn

á alltaf að vera opinn

Grjót er ekki bara grjót

og lækur ekki bara lækur

Allt er lifandi

opnum upp á gátt og þiggjum

Í fjallinu vex hundasúra

við leggjum hana á tunguna og finnum

hvernig hún bragðast

eins og vor      eins og 

            nýtt upphaf

                          eins

og rót

            sem fikrar sig

frá       einu

                           til annars
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.