Erlent

Spacey laus gegn tryggingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Uppi varð fótur og fit á meðal fréttaljósmyndara þegar Kevin Spacey lét sjá sig við dómshúsið í Westminster í dag.
Uppi varð fótur og fit á meðal fréttaljósmyndara þegar Kevin Spacey lét sjá sig við dómshúsið í Westminster í dag. AP/David Cliff

Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi.

Lögmaður Spacey segir að hann neiti alfarið öllum ásökunum um glæp. Leikarinnar þurfti þó ekki að taka afstöðu til sakarefnisins við fyrirtökuna í dag. Brotin á Spacey að hafa framið á árunum 2005 til 2013.

Fyrirtakan tók aðeins hálftíma og fékk Spacey tryggingalausn án skilyrða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spacey er búsettur í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni.

Spacey er sakaður um tvö kynferðisbrot gegn karlmanni í mars árið 2005, kynferðisárás á karlmann og að hafa neytt hann til kynlífs án samþykkis í ágúst 2008 og kynferðisárás á karlmann í apríl árið 2013.

Fjöldi ljósmyndara og fréttamanna tók á móti Spacey þegar hann kom og fór úr dómshúsinu í London. Þurftu öryggisverðir að greiða götu hans svo að hann kæmist leiðar sinnar.


Tengdar fréttir

Spacey fyrir dómara á fimmtudag

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey á að mæta fyrir dómara í Westminster í Bretlandi á fimmtudag. Þar á hann að svara til saka fyrir fjórar ákærur vegna kynferðisbrota gegn þremur karlmönnum.

Spacey á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot á ný

Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×