Segir Messi ekki vera meðal þriggja bestu leikmanna sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 16:02 Marco van Basten var um tíma þjálfari Alfreðs Finnbogasonar í Hollandi. NordicPhotos/Getty Hollendingurinn Marco van Basten er greinilega ósammála þeirri fullyrðingu að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Van Basten segir Messi ekki einu sinni í efstu þremur sætunum. Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn. Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn.
Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira