Innlent

Sendi­herra Úkraínu og borgar­stjóri heimsóttu Kænu­garð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Dagur B. Eggertsson og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, í Kænugarði á horni Túngötu og Garðastrætis í dag.
Dagur B. Eggertsson og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, í Kænugarði á horni Túngötu og Garðastrætis í dag. Vísir/Vilhelm

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu.

Sendiherrann óskaði sjálf eftir því að sjá torgið en skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í lok apríl að nefna torgið Kænugarð til stuðnings Úkraínu. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg.

Innan ráðsins komu fram fram hugmyndir að endurnefna götur við Garðastræti og Túngötu, og kenna þær við Úkraínu eða Kænugarð. Eftir skoðun var það ákveðið að leggja til að torgið fengi nafnið.

„Nafnið „Kænugarður“ vísar til sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ sagði í tillögunni.

Sneinsnar frá torginu má finna sendiráð Rússlands við Garðastræti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×