Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 23:29 Brasilískur alríkislögreglumaður leiðir áfram annan tveggja bræðra sem eru sagðir hafa játað að hafa myrt breskan blaðamann og brasilískan fræðimann í Amasonfrumskóginum. AP/Edmar Barros Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu. Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu.
Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51
Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46
Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15
„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44