Erlent

Fundu líkams­leifar í Amason­frum­skóginum og játning sögð liggja fyrir

Kjartan Kjartansson skrifar
Brasilískur alríkislögreglumaður leiðir áfram annan tveggja bræðra sem eru sagðir hafa játað að hafa myrt breskan blaðamann og brasilískan fræðimann í Amasonfrumskóginum.
Brasilískur alríkislögreglumaður leiðir áfram annan tveggja bræðra sem eru sagðir hafa játað að hafa myrt breskan blaðamann og brasilískan fræðimann í Amasonfrumskóginum. AP/Edmar Barros

Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá.

Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní.

Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. 

Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera.

Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig.

Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu.


Tengdar fréttir

Hafa mögulega fundið líkamsleifar

Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Fundu blóð við leitina að breska blaða­manninum

Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.