Erlent

Óánægja með Joe Biden eykst

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti gengur hokinn í átt að Hvíta húsinu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti gengur hokinn í átt að Hvíta húsinu. Patrick Semansky/AP

Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun Reuters frá því á þriðjudag. Ánægja með Biden hefur mælst lægri en 50% alveg síðan í ágúst sem gæti verið merki um að Demókratar muni missa aðra deild þingsins í kosningum sem fara fram á miðju tímabili þann 8. nóvember.

Talið er að þessa aukna óánægja stafi af óánægju innan hans eigin flokks, Demókrataflokksins, en ánægja með hann þar hefur lækkað um 10% frá því í ágúst. Ánægja Repúblikana með forsetann hefur hins vegar haldist nokkuð óbreytt og er í litlum 11 prósentum.

Hins vegar hefur ánægja með Biden ekki enn náð sömu lægðum og hjá forvera hans, Donald Trump, sem mældist með 33% þegar verst stóð. Biden fór aftur á móti ansi nálægt því hlutfalli í lok maí þegar 36% sögðust ánægð með hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×