Innlent

Þing­fundur stóð fram á nótt og fram haldið í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tugir mála eru á dagskrá þingsins í dag.
Tugir mála eru á dagskrá þingsins í dag. Vísir/Vilhelm

Þingfundur stóð fram til klukkan 1:30 í nótt en nú styttist í að þingið fari í sumarfrí.

Mestur tíminn í gær fór í að ræða Rammaáætlunina svokölluðu um vernd og orkunýtingu landsvæða. Umræðan um áætlunina stóð frá klukkan 15:30 í gær og fram til klukkan 20 þegar henni var frestað.

Þing hefst að nýju klukkan 11 og fyrsta mál á dagskrá er framhald síðari umræðu í því máli og atkvæðagreiðsla.

Fyrir utan Rammaáætlun eru 42 önnur mál á dagskrá þingsins í dag.


Tengdar fréttir

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×