Innlent

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn.
Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn. vísir/vilhelm

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Miðað við þing­loka­samninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtu­dags­morgun með at­kvæða­greiðslum.

Nokkur frum­vörp ríkis­stjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa út­lendinga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra og leigu­bíla­frum­varp inn­viða­ráð­herra helst verið í um­ræðunni upp á síð­kastið. Fleiri minni málum ríkis­stjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing.

Önnur helstu mál hennar fá af­greiðslu fyrir þing­lok. Þar má nefna kvik­mynda­styrki, stjórn fisk­veiða, sorgar­leyfi og ramma­á­ætlun en um­ræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. 

Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:

Ó­sætti stórra stjórnar­and­stöðu­flokka, Pírata, Við­reisnar og Sam­fylkingar, við breytt fyrir­komu­lag á veitingu ríkis­borgara­réttar gæti þó sett þetta plan í al­gert upp­nám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn.

Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þing­lok af­greiði Al­þingi um­sóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkis­borgara­réttar hjá þinginu. Út­lendinga­stofnun neitaði í vor að af­henda Al­þingi þær um­sagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta af­greitt um­sóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrir­komu­lagi.

For­menn ein­hverra þing­flokka funduðu seint í dag um þetta at­riði og voru nokkuð bjart­sýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niður­stöðu. Ná­kvæm­lega í hverju á­greiningurinn felst hefur frétta­stofa ekki fengið stað­fest en ljóst er að stjórnar­and­stöðu­flokkarnir eru til­búnir til að fella önnur at­riði þing­loka­samninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þing­lokin í al­gert upp­nám og valdið því að þing­menn komist ekki í sumar­frí á allra næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×