Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 19:22 Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn. vísir/vilhelm Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira