Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 19:22 Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn. vísir/vilhelm Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira