Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 13:07 Birgir Gunnarsson er rekstrarfræðingur og starfaði áður sem forstjóri Reykjalundar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði. Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði.
Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira