Innlent

Dá­sam­leg upp­lifun að út­skrifa son sinn og tengda­dóttur

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Vísir

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina því hann brautskráði á sjötta hundrað nemendur frá skólanum í þremur athöfnum.

Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri fór fram á sérstakri háskólahátíð um helgina. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var heiðursgestur hátíðarinnar í ár. 

Rúmlega fimm hundruð nemendur brautskráðust frá skólanum. Sérstaka athygli vakti að Eyjólfur Guðmundsson, rektor var að útskrifa son sinn og tengdadóttur.

„Þetta var óvenjulegt fyrir mig því þetta er í áttunda skipti, sem ég er að brautskrá en það vill svo til að sonur minn og tengdadóttir voru bæði að útskrifast hér úr námi í ár, einstaklega góð stund fyrir okkur öllsömul,“ segir Eyjólfur. Þetta hafi verið algjörlega dásamleg upplifun og mjög góð tilfinning.

„Já, pabbi gamli fékk þann heiður að útskrifa okkur bæði tvö núna saman. Ég kláraði viðskiptafræðina í morgun og Sigdís mín sálfræðina eftir hádegi. Við erum bara mjög stolt af okkur,“ segir Árni Bragi Eyjólfsson, sonur rektors.

Sigdís segist vera mjög ánægð með þennan áfanga og það sé sérstakt og skemmtilegt að hafa tengdapabba með.

Hvernig rektor er karlinn?

„Rektor er vonandi karl sem fær fólk aðeins til að hugsa um framtíðina og njóta dagsins,“ segir Eyjólfur að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×