Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 12:01 Moshiri hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira