Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. júní 2022 07:27 Bandaríkjamenn telja vonir Pútíns ekki lengur í takt við getu rússneska hersins. AP/Evgeny Biyatov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira