Fótbolti

EM-hópur Íslands: Þessar fara á Evrópumótið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur á Evrópumótin á Englandi í júlí.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur á Evrópumótin á Englandi í júlí. Vísir/Hulda Margrét

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 leikmenn sem fara á Evrópumótið á Englandi í júlí.

Sandra Sigurðardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir taka hanskana með sér út og munu sjá um að verja íslenska markið.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sif Atladóttir eru varnarmenn liðsins.

Fulltrúar miðsvæðisins eru þær Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi; Sara Björk Gunnarsdóttir.

Að lokum eiga þær Agla María Albertsdóttir, Amanda Andradóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elín Metta Jensen, Svava Rós Guðmundsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir að sjá um markaskorunina í fremstu víglínu.

Evrópumótið hefst þann 6. júlí og klárast með úrslitaleik á Wembley þann 31. júlí. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Belgíu þann 10. júlí, en Ísland er einnig með Ítalíu og Frakklandi í riðli.

Ísland mætir Ítölum þann 14. júlí og seinasti leikur liðsins í riðlakeppninni er gegn Frökkum fjórum dögum síðar.

Markverðir:

Sandra Sig­urðardótt­ir (Val­ur)

Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir (Bayern München)

Telma Ívars­dótt­ir (Breiðablik)

Varnarmenn:

Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir (Breiðablik)

Elísa Viðars­dótt­ir (Val­ur)

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir (Bayern München)

Guðný Árna­dótt­ir (AC Mil­an)

Guðrún Arn­ar­dótt­ir (Rosengård)

Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir (Kalm­ar)

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir (Vål­erenga)

Sif Atla­dótt­ir (Sel­foss)

Miðjumenn:

Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir (Breiðablik)

Dagný Brynj­ars­dótt­ir (West Ham)

Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir (Or­lando Pri­de)

Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir (Bayern München)

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir (Lyon)

Selma Sól Magnús­dótt­ir (Rosen­borg)

Sóknarmenn:

Agla María Al­berts­dótt­ir (Häcken)

Am­anda Andra­dótt­ir (Kristianstad)

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir (Brann)

Elín Metta Jen­sen (Val­ur)

Svava Rós Guðmunds­dótt­ir (Brann)

Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir (Wolfs­burg)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.