Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2022 23:47 Stephen G. Mack aðstoðaraðmíráll og Ad van de Sande sjóliðsforingi kynntu kafbátaleitaræfingu NATO fyrir fréttamönnum um borð í einu skipanna í dag. Vísir/Einar Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“ NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira